Keppnin

Klaustur Off-Road Challenge er 6 tíma þolakstursmót. Keppnin er haldin að Ásgarði sem er rétt fyrir utan Kirkjubæjarklaustur. Startað er kl. 12:00 á hádegi og byrjað er að flagga keppendur út kl. 18:00. Árið 2017 verður keppnin haldin laugardaginn 27. maí.


Ef þú hefur gaman af því að aka torfæruhjóli er þetta klárlega viðburður fyrir þig og mögulega alla fjölskylduna. Þú skalt alls ekki láta orðin “mót“ eða “keppni“ draga þig frá því að taka þátt. Það er í raun bara afsökun fyrir því að koma saman og eiga góðan hjóladag. Að sama skapi þarf ekki að hafa áhyggjur af því að hafa ekki nógu mikla reynslu eða getu á hjólinu. Brautin er öllum fær. Í brautinni eru ekki þrautir sem krefjast mikillar reynslu og þekkingar. Brautin er að mestu leyti í grashólum og á sandeyrum. Grjótbrölt og þverbrattar brekkur er ekki að finna í þessari braut. Þetta hefst svo allt saman án þess að það komi niður á skemmtanagildinu.


Hér neðar á síðunni geturðu séð hvaða flokkar eru í boði og hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess að taka þátt. Ef þú ert yngri en 14 ára, skaltu fara enn neðar á síðuna og sjá hvort að þú getir ekki verið með í barnakeppninni.


Skráning fer fram á heimasíðu MSÍ. Til þess að geta skráð þig þarft þú og liðsfélagar þínir að vera greiddir meðlimir í akstursíþróttafélagi innan MSÍ. Á höfuðborgarsvæðinu væri helst að nefna VÍK og MotoMos. Í vesturátt er hægt að leita til VÍFA uppi á Skaga. Fyrir austan fjall eru það UMF Selfoss/Þór Þorlákshöfn eða Hreppakappar í Hrunamannahreppi. Fyrir norðan er það KKA á Akureyri og austan er það Start á Egilstöðum. Leitið til ykkar félags um nánari upplýsingar varðandi greiðslu félagsgjalda og aðgang að síðu MSÍ. Ef VÍK er ykkar félag, sendið þá póst á vik@motocross.is


Skráðu þig, farðu yfir hjólið og svo sjáumst við á Klaustri. Þú sérð ekki eftir því.

Keppni hefst eftir:daga


tíma


mínútur


sekúndur

Eftirfarandi flokkar eru í boði í Klaustur Off-Road Challenge.

Járnkarlinn

Harðasti flokkurinn
1 keppandi
1 eða 2 hjól
Verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti
Sérverðlaun fyrir 1. sætið í "Járnkonan"

Tvímenningur

Vinsælasti flokkurinn
2 keppendur
1 eða 2 hjól
Verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti

Kvennaflokkur

Bara fyrir stelpurnar
2 eða 3 keppendur
1 til 3 hjól
Verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti

Þrímenningur

3 keppendur
1 til 3 hjól
Verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti

Afkvæmaflokkur

Foreldri og barn (14+)
2 keppendur
1 eða 2 hjól
Verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti

Para-/hjónaflokkur

Hjón eða par
2 keppendur
1 eða 2 hjól
Verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti

90+ flokkur

Samanlagður aldur keppenda skal vera yfir 90 árum og yngri keppandinn verður að hafa náð 35 ára aldri. Dagurinn gildir.
2 keppendur
1 eða 2 hjól
Verðlaun fyrir 1. sæti

100+ flokkur

Samanlagður aldur keppenda skal vera yfir 100 árum og yngri keppandinn verður að hafa náð 50 ára aldri. Dagurinn gildir.
2 keppendur
1 eða 2 hjól
Verðlaun fyrir 1. sæti

135+ flokkur

Samanlagður aldur keppenda skal vera yfir 135 árum og yngsti keppandinn verður að hafa náð 35 ára aldri. Dagurinn gildir.
3 keppendur
1 til 3 hjól
Verðlaun fyrir 1. sæti

150+ flokkur

Samanlagður aldur keppenda skal vera yfir 150 árum og yngsti keppandinn verður að hafa náð 50 ára aldri. Dagurinn gildir.
3 keppendur
1 til 3 hjól
Verðlaun fyrir 1. sæti

Vinsamlegast athugið:

 • Hjól verða að vera skráð og tryggð.
 • Keppandi sem misst hefur ökuréttindi hefur ekki réttindi til þess að taka þátt í keppninni.
 • Minnsta leyfða vélarstærð er 122 rúmsentimetrar/cc tvígengis og fjórgengis og stærsta leyfða vélarstærð er 650 rúmsentimetrar/cc tvígengis og fjórgengis.
 • Stærð afturdekks verður að vera 18 eða 19 tommur og framdekk verður að vera 21 tomma.
 • Lágmarksaldur í flesta flokka er fjórtán ára og er miðað við afmælisdaginn. Nokkrir flokkar hafa þó hærri aldurstakmarkanir.

Barnakeppni

  Flokkar (árið gildir):

 • 8-9 ára

 • 10-11 ára

 • 12-13 ára

  Hjólastærðir:

 • 50 – 125 cc. 2-stroke

 • 50 – 150 cc. 4-stroke

Öll börn eru á ábyrgð foreldra.

Dagskrá:

Mæting 9:00

Prufuhringur 9:20

Keppni hefst 10:00

Útflöggun 10:30

Verðlaun 10:50

Skráning á guggi@ernir.is og á staðnum.

Samstarfsaðilar